Strætó leggur ríka áherslu á hlutverk sitt í samfélaginu sem þjónustufyrirtæki á sviði almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að uppfylla hlutverkið eru gildi fyrirtækisins höfð að leiðarljósi. Gildin eru samvinna, áreiðanleiki og drifkraftur.
Samvinna: Samvinna einkennir allt okkar starf, bæði innan fyrirtækis og gagnvart viðskiptavinum, eigendum og samstarfsaðilum.
Áreiðanleiki: Við erum á réttum stað á réttum tíma, erum hagsýn og ábyrg í öllum okkar störfum.
Drifkraftur: Við erum frumkvæðismiðuð og höfum kjark og þor til að taka ákvarðanir og leysa mál hratt og vel.
Framtíðarsýn Strætó er að verða mikilvægasti hlekkurinn í samgöngukeðju höfuðborgarsvæðisins. Með þá sýn er lögð áhersla á að Strætó verði fyrsti valkostur íbúa höfuðborgarsvæðisins í og úr vinnu eða skóla, verði dýnamýskt þekkingarfyrirtæki, búi yfir kolefnislausum vagnaflota og verði eftirsóknarverður vinnustaður.
Strætó fylgir stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum og stuðlar að bættum lífsgæðum almennings. Strætó leitast eftir að vera leiðandi í orkuskiptum í samgöngum með því að fjárfesta í umhverfisvænum vögnum.
Strætó er þátttakandi í margvíslegum verkefnum sem snúa að loftslagsmálum. Má þar til dæmis nefna Græna planið sem er sóknaráætlun Reykjavíkurborgar um sjálfbærni og skýra framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Þá hefur Strætó gert tengingu við loftgæðamælistöðvar á vegum Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar á gagnvirku korti á heimasíðu Strætó og í Klapp appinu. Með því að smella á mælistöðvar á kortinu er hægt að skoða loftgæði á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og fleiri stöðum.
Síðastliðin ár hefur Strætó hvatt til notkunar á vistvænum samgöngumátum á „gráum dögum“ eða þegar líkur eru á að loftgæði mælast yfir heilsuverndarmörkum.
Veðurskilyrðin á „gráum dögum“ eru því ákjósanleg til þess að skilja bílinn eftir heima og nota vistvænar samgöngur.
Strætó hefur innleitt heimsmarkmið 11, 12 og 13 í sínar stefnur. Heimsmarkmiðin eru sjálfbærar borgir og samfélög (11), ábyrg neysla og framleiðsla (12) og aðgerðir í loftlagsmálum (13). Stefnt er að tengingu við fleiri heimsmarkmið á komandi misserum.
Strætó leggur áherslu á að lágmarka neikvæð áhrif vagnaflotans á umhverfið og árlega eru sett fram markmið í málaflokknum. Nánar er hægt að lesa um stefnur Strætó á heimasíðunni, www.stræto.is
Vert er að benda á að tölur í umfjölluninni um umhverfismál eiga aðeins við um eigin akstur Strætó. Neðar í þessum kafla má þó finna upplýsingar um eigin akstur Strætó og akstur verktaka, þ.e. vegalengdir og olíunotkun.
Nokkrir áhersluþættir Strætó í umhverfis- og öryggismálum:
Vagnaflotinn sem rekinn er af Strætó samanstendur af 67 vögnum, 15 rafvögnum, 4 metanvögnum og 48 dísel vögnum. Vagnafloti verktaka eru 85 dísel vagnar, þ.e. 58 vagnar eru reknir af Kynnisferðum og 24 af Hagvögnum.
Strætó bs. fékk afhenta níu 8,5 metra rafvagna í lok árs 2023. Verða þeir teknir í notkun 2024 og eru þeir góð viðbót í flotann.
Strætó nýtir sér umhverfisvöktunarkerfi Klappa sem gefur betri heildarmynd á umhverfisupplýsingar með því að safna gögnum með rafrænum gagnastraumum í gegnum kerfi Klappa.
Strætó leitast við að vera leiðandi í orkuskiptum í samgöngum með því að fjárfesta í umhverfisvænum vögnum s.s. rafmagns-, vetnis- og metan vögnum. Framtíðarsýn Strætó er að vera með kolefnislausan vagnaflota 2030 og eru kaupin á nýju rafvögnunum liður í þeirri vegferð.
Notkun á dísel jókst lítillega á síðasta ári og skýrist það m.a. af auknu viðhaldi á flotanum. Stefna Strætó er að minnka notkun á dísel.
Tegund eldsneytis | Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 |
---|---|---|---|---|---|
Dísel | Lítrar | 1.412.869 | 1.319.726 | 1.341.473 | 1.382.309 |
Dísel á miðstöð rafvagna | Lítrar | 93.728 | 98.593 | 75.895 | 72.058 |
Dísel samtals | Lítrar | 1.506.597 | 1.418.319 | 1.417.368 | 1.454.367 |
Metan | Nm³ | 89.027 | 113.495 | 176.664 | 127.572 |
Tölur um orkunotkun eru fyrir starfstöð Strætó að Hesthálsi 14 og rafmagnsnotkun á endastöðum og annars staðar hjá Strætó. Raforkunotkun hefur verið að aukast, en hefur dregist saman síðustu tvö árin, sem skýrist af því að akstur rafmagnsvagna dróst saman. Hleðslustöðvar fyrir strætisvagna eru á lóð Strætó að Hesthálsi og einnig er ein hleðslustöð við biðstöð Strætó í Spöng. Rafmagnsnotkun fyrir hleðslustöðvar starfsmanna er inni í rafmagnsnotkun fyrir aðalhús að Hesthálsi 14.
Orkunotkun Strætó | Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 |
---|---|---|---|---|---|
Þvottastöð | |||||
Rafmagn | kWh | 125.120 | 103.990 | 113.132 | 108.379 |
Heitt vatn | m³ | 15.791 | 12.380 | 8.879 | 12.799 |
Kalt vatn | m³ | 7.111 | 7.862 | 8.637 | 6.610 |
Aðalhús | |||||
Rafmagn | kWh | 617.085 | 694.380 | 735.828 | 726.832 |
Heitt vatn | m³ | 16.339 | 18.281 | 20.326 | 18.390 |
Kalt vatn | m³ | 3.315 | 4.803 | 3.632 | 3.017 |
Endastöðvar og annað | |||||
Rafmagn | kWh | - | 49.206 | 40.193 | 49.318 |
Hleðslustöðvar vagna | |||||
Rafmagn | kWh | 1.478.549 | 1.683.699 | 1.349.283 | 1.291.971 |
Samtals | |||||
Rafmagn | kWh | 2.220.754 | 2.531.275 | 2.238.436 | 2.176.500 |
Heitt vatn | m³ | 32.130 | 30.661 | 29.205 | 31.189 |
Kalt vatn | m³ | 10.426 | 12.665 | 12.269 | 9.627 |
Í starfsemi Strætó er lögð áhersla á orkusparnað og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Eitt af markmiðum Strætó er að auka notkun á vistvænum orkugjöfum. Hlutfall vistvæns aksturs hefur verið að hækka síðustu ár en lækkaði lítilega á síðasta ári. Á síðasta ári var hlutfall vistvæns akstur 26% en var 30% og 34% árin þar áður.
Settar voru upp tvær hleðslustöðvar árið 2019 og tveim bætt við 2020. Margir starfsmenn hafa keypt sér rafmagnsbíl og hafa þá getað nýtt sér að hlaða að kostnaðarlausu í vinnunni.
Hleðslustöðvar starfsmanna | Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 |
---|---|---|---|---|---|
Rafmagn | kWh | 18.295 | 17.820 | 21.158 | 35.607 |
Taflan sýnir heildarnotkun og heildarakstur vagna hjá Strætó og öðrum akstursaðilum sem aka á höfuðborgarsvæðinu á vegum Strætó. Á síðasta ári var 44% af heildarakstrinum hjá Strætó, á mynd má sjá hvernig akstur skiptist á milli akstursaðila.
Hjá Strætó hefur hlutfall vistvæns aksturs verið að hækka síðustu ár, en af heildarakstri allra strætisvagna á síðasta ári var hlutfall vistvæns aksturs 12,5%.
Vagnar hjá Strætó sem falla undir hæstu staðlatölu Euro staðalsins, eða Euro 6 voru á síðasta ári 47, af þeim voru15 rafmagnsvagnar og 32 díselvagnar. Því hærri sem staðlatalan er því betri teljast mengunarvarnir vagnanna og vænni kostur fyrir umhverfið.
Euro staðlar | Strætó | Hagvagnar | Kynnisferðir | Samtals |
---|---|---|---|---|
E-BUS | 14 | 14 | ||
EURO 6 | 32 | 13 | 58 | 103 |
EURO 5 | 13 | 11 | 24 | |
EURO 3 | 5 | 5 | ||
EURO 2 | 2 | 2 | ||
E-BUS leigður | 1 | 1 | ||
Samtals | 67 | 24 | 58 | 149 |
* Inni í þessari tölu er einn leigu rafmagnsvagn
Bein losun gróðurhúsalofttegunda hjá Strætó er vegna eldsneytisnotkunar. Við útreikninga á beinni losun er haldið utan um olíu- og metan notkun og notaðir voru losunarstuðlar frá Klöppum 2,563 kgCO2í/L fyrir dísel 5% VLO, 2,30956 kgCO2í/L fyrir dísel 15% VLO og 0,00511 kgCO2í/kg fyrir metan. Dísel vagnar í eigu Strætó hafa verið knúnir 15% vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu (VLO), sem er hærra íblöndunarhlutfall en almennt og þannig dregið frekar úr mengun akstursflotans. Árið 2022 var farið í hefðbundna 5% VLO íblöndunarhlutfall.
Árið 2023 var losun 3.729,9l tCO2í vegna eldsneytis fyrir strætisvagna. Bein losun hefur farið minnkandi síðustu ár samhliða kaupum á umhverfisvænum vögnum en hefur aukist síðustu tvö ár.
Umfang 1 - Samsetning losunar | Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 |
---|---|---|---|---|---|
Heildarlosun | tCO₂í | 3.479,9 | 3.276,1 | 3.633,4 | 3.728,0 |
Eldsneytisnotkun | tCO₂í | 3.479,9 | 3.276,1 | 3.633,4 | 3.728,0 |
Losun var reiknuð út frá stuðlum fyrir hvert ár fyrir sig frá Umhverfisstofnun. Fyrir heitt vatn var notað losunarstuðull núll frá Umhverfisstofnun.
Umfang 2 - Samsetning losunar | Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 |
---|---|---|---|---|---|
Heildarlosun | tCO₂í | 23,3 | 26,1 | 23,1 | 22,4 |
Rafmagn - Hestháls 14 | tCO₂í | 7,8 | 8,2 | 8,7 | 8,6 |
Rafmagn - Endastöðvar og annað | tCO₂í | - | 0,5 | 0,4 | 0,5 |
Rafmagn - Hleðslustöðvar vagna | tCO₂í | 15,5 | 17,3 | 13,9 | 13,3 |
Heitt vatn | tCO₂í | 0 | 0 | 0 | 0 |
Til óbeinnar losunar starfseminnar í umfangi 3 er meðhöndlun sorps, akstur verktaka og flug starfsfólks.
Við útreikninga á losun gróðurhúsalofttegunda frá urðun úrgangs var notast við losunarstuðla frá Umhverfisstofnun. Hjá Umhverfisstofnun er gefið upp að þeir úrgangsstraumar sem fara í endurvinnslu valdi engri losun á Íslandi og hafa því losunarstuðulinn 0.
Óbeinni losun eldsneytisnotkun verktaka vegna aksturs var reiknuð út frá olíunotkun og losunarstuðli fyrir dísel 5% VLO.
Starfsfólk Strætó flaug 20 ferðir til og frá Íslandi á árinu 2023. Samkvæmt reiknivél Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) þá er losun þessara ferða samtals 7,0 tonn af CO2.
Umfang 3 - Samsetning losunar | Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 |
---|---|---|---|---|---|
Heildarlosun | tCO₂í | 5.003,1 | 5.535,4 | 6.015,6 | 5.878,6 |
Förgun og meðhöndlun á úrgangi - Hestháls 14 | tCO₂í | 16,4 | 15,2 | 14,2 | 14,0 |
Förgun og meðhöndlun á úrgangi - Endastöðvar og annað | tCO₂í | - | 6,1 | 6,2 | 5,2 |
Eldsneytisnotkun verktaka | tCO₂í | 4.986,7 | 5.514,1 | 5.988,9 | 5.852,4 |
Flug starfsfólks | tCO₂í | - | - | 6,3 | 7,0 |
Bein losun gróðurhúsalofttegunda hefur farið stiglækkandi undanfarin ár hjá Strætó en hækkar líttilega á síðastliðnu ári. Skýrist hækkunin meðal annars á að losun vegna dísel hækkaði með breytingu á íblöndun, einnig fækkaði vögnum milli ára og nýting rafmagns- og metanvagna var lakari.
Hreinsun og flutningur ehf. sér um megnið af sorpþjónustu hjá Strætó á Hesthálsi. Spilliefni, rafgeymar, perur og raftæki fara til Terra og úrgangur sem fellur til á endastöðum og kaffiaðstöðu annars staðar en á Hesthálsi.
Hjá Strætó bs. er leitast við að lágmarka úrgang eins og kostur er. Síðustu ár hefur magn úrgangs verið að minnka þó taflan sýni hærri einstaka tölur fyrir 2023 en það eru skýringar á bakvið þær. Blandaður úrgangur frá Hesthálsi hefur verið að minnka og er tekinn með úrgangur frá endastöðvum.
Úrgangur | Einingar | 2020 | 2021 | 2022 | 2023 |
---|---|---|---|---|---|
Blandaður úrgangur - Hestháls 14 | kg | 18.630 | 17.255 | 16.150 | 15.500 |
Blandaður úrgangur - Endastöðvar og annað | kg | - | 6.884 | 7.054 | 5.979 |
Til urðunar samtals | kg | 18.630 | 24.139 | 23.204 | 21.479 |
Úrgangur til endurvinnslu | |||||
Garðaúrgangur | kg | 0 | 0 | 0 | 0 |
Málmar/brotajárn | kg | 14.810 | 20.025 | 14.570 | 21.940 |
Timbur | kg | 4.270 | 2.150 | 4.340 | 3.190 |
Annað (plast, pappi, pappír, dagblöð/tímarit) | kg | 6.100 | 4.830 | 5.511 | 4.670 |
Hjólbarðar | kg | 12.400 | 8.650 | 10.510 | 8.520 |
Til endurvinnslu samtals | kg | 37.580 | 35.655 | 34.931 | 38.320 |
Spilliefni | |||||
Olía og olíumengað | kg | 13.544 | 9.619 | 5.370 | 28.639 |
Rafgeymar og rafhlöður | kg | 4.488 | 2.576 | 2.203 | 4.109 |
Prenthylki | kg | 6 | 11 | 29 | 3 |
Raftæki | kg | 621 | 757 | 1.111 | 1.112 |
Perur/flúrperur | kg | 3 | 14 | 7 | 4 |
Málning | kg | 0 | 6 | 2 | 0 |
Spilliefni samtals | kg | 18.662 | 12.983 | 8.722 | 33.867 |
Strætó leitast við að minnka efnanotkun. Minna var notað af flestum efnum en meira var þó notað af smurolíu. Strætó hefur endurnýtt hjólbarða með því að láta sóla þá, en með því hefur verið hægt að kaupa færri nýja hjólbarða. Það minnkar einnig úrgang að láta sóla eldri hjólbarða frekar en að henda. Á síðasta ári voru 287 hjólbarðar sólaðir og 200 keyptir nýir. Með því að sóla hjólbarða í stað þess að kaupa nýja er losun Co2 minni, þar sem minna þarf af olíu og hráefni við framleiðslu dekkjanna og einnig vegna minni orkuþarfar.
Strætó gerir ekki sérstaka hagsmunaaðilagreiningu á forsendum samfélagsábyrgðar en nýtir þess í stað ýmsar aðferðir eins og opna fundi, ábendingakerfi og viðhorfskannanir meðal starfsmanna og almennings.
Lögð er áhersla á þá þætti sem teljast mikilvægir fyrir Strætó og hagaðila í efnistökum skýrslunnar. Viðfangsefni tengjast einnig heimsmarkmiðunum sem Strætó leggur áherslu á og er því betur lýst í kafla um heimsmarkmið.
Strætó er þjónustufyrirtæki sem leggur megináherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina. Í þjónustustefnu Strætó er lögð áhersla á að auka þjónustu og gæði til viðskiptavina og efla almenningssamgöngur þannig að Strætó verði fyrsti valkostur íbúa höfuðborgarsvæðisins í og úr vinnu eða skóla. Það gerir starfsfólk af ánægju með gildi Strætó, áreiðanleika, samvinnu og drifkraft að leiðarljósi.
Dæmi um samskipti og samvinnu Strætó við viðskiptavini:
Strætó er í nánu samstarfi við eigendur (sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu) og íslensk stjórnvöld.
Dæmi um samskipti og samvinnu Strætó við eigendur og stjórnvöld:
Strætó leggur áherslu á að skapa starfsfólki jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi, efla starfsfólk og stuðla að virkni og ánægju þess. Allt starfsfólk ber sameiginlega ábyrgð á að skapa jákvæða og hvetjandi vinnustaðamenningu þar sem gagnkvæm virðing og starfsánægja er í fyrirrúmi.
Dæmi um samskipti og samvinnu Strætó við starfsfólk:
Strætó leggur áherslu á góð tengsl og samvinnu við birgja og þjónustuaðila. Markmið Strætó er að tryggja að við innkaup sé gætt jafnræðis, gagnsæis og hagkvæmni. Flestir af stærstu og mikilvægustu birgjum Strætó starfa á Íslandi og eru 10 stærstu birgjarnir allir innlendir og af 50 stærstu birgjunum eru einungis 7 erlendir birgjar.
Strætó gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi, sérstaklega er varðar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og umhverfismál.
Dæmi um samskipti og samvinnu Strætó við samfélagið:
Strætó er aðili að fjölmörgum samtökum, bæði innlendum og erlendum. Þau helstu eru:
UITP – International Association of Public Transport
UITP (Union Internationale des Transports Publics) eru alþjóðleg samtök fyrirtækja og hagaðila í almenningssamgöngum. Samtökin voru stofnuð árið 1885 og eru með meira en 1900 meðlimi í yfir 100 löndum.
ITS Ísland – Intelligent Transportation System
ITS Ísland var stofnað árið 2019 og var Strætó einn af stofnendum félagsins. Intelligent Transportation System (ITS) er bæði safnhugtak fyrri upplýsingatæknihlið samgangna- og flutningsgeira og formlegur félagsskapur sérfræðinga í tengdum atvinnugreinum um allan heim. Markmið félagsins er að skapa vettvang til að tryggja faglega hagsmuni opinberra og einkarekinna fyrirtækja sem og fræði- og vísindamanna á sviði upplýsingatæknivæddra flutningskerfa í samvinnu við opinbera aðila.
BEST – Benchmarking European Service of Public Transport
BEST eru evrópsk samtök almenningssamgöngufyrirtækja sem hafa það að meginmarkmiði að auka notkun almenningssamgangna í þéttbýli og auka um leið þekkingu á þörfum, kröfum og væntingum viðskiptavina.
Stjórnvísi
Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi, í eigu félagsmanna og er félagið ekki rekið í hagnaðarskyni. Stjórnvísi eflir gæði stjórnunar á Íslandi með því að skapa hvetjandi vettvang fyrir gagnkvæma þekkingarmiðlun, umræður og tengslamyndun.
Dokkan
Dokkan er þekkingar- og tengslanet stjórnenda og lykilstarfsmanna sem virkar þannig að fyrirtæki og stofnanir – vinnustaðir – gerast áskrifendur að netinu. Innifalið í þeirri áskrift er aðgangur að þekkingar- og tengslafundum Dokkunnar. Dokkan býður félögum sérstök kjör þegar kemur að námskeiðum, vinnustofum og ráðstefnum.
Mannauður – Félag mannauðsfólks á Íslandi
Mannauður eru fagsamtök mannauðsfólks á Íslandi. Hlutverk Mannauðs er að efla fagmennsku, vera framsækið og leiðandi á sviði mannauðsstjórnunar í þágu atvinnulífsins.
FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu
FKA eru félagasamtök fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi. Félagið stendur fyrir viðburðum, fræðslu, veitir ráðgjöf og knýr fram breytingar á lögum og venjum til að gæta jafnvægis og fjölbreytileika innan atvinnulífsins.
Félag um innri endurskoðun
Félag um innri endurskoðun er samstarfsvettvangur þeirra sem starfa við innri endurskoðun í fyrirtækjum og stofnunum. Markmið félagsins er að efla innbyrðis tengsl og kynningu þeirra sem starfa við fagið, vera vettvangur til að styrkja fagleg vinnubrögð, styrkja þróun innri endurskoðunar og faglega umræðu, jafnframt því að vera leiðandi rödd stéttarinnar út á við.
ÍMARK – Samtök íslensks markaðsfólks
ÍMARK, samtök íslensks markaðsfólks eru samtök einstaklinga sem hafa áhuga á og/eða starfa við markaðsmál. Tilgangur samtakanna er m.a. að auka veg og virðingu markaðsmála hérlendis og stuðla að auknum skilningi á mikilvægi þeirra.l
Markmið Strætó er að tryggja faglega og trausta upplýsingagjöf til almennings, viðskiptavina, fjölmiðla, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. Áhersla er lögð á að svara fyrirspurnum fjölmiðla fljótt og örugglega í samræmi við upplýsingalög.
Árið 2023 var fjallað um eða minnst á Strætó í 589 skipti og er það minna en var árið áður en óvenju margar umfjallanir voru árið 2022. Flestar umfjallanir um Strætó voru á netmiðlum. Eftirfarandi tölur eru fengnar úr Fjölmiðlavakt Creditinfo.
Mesta umfjöllunina um Strætó var í febrúar en veður og færð voru sérstaklega slæm á þeim tíma sem hafði áhrif á Strætó.
Eins og síðustu ár, var Strætó minnst í umræðunni yfir sumartímann.
Vaktað efni – þróun á tíðni umfjöllunnar eftir mánuðum
Í innihaldsgreiningum Creditinfo þá er fréttum skipt niður í eftirfarandi flokka:
„Jafnaðar fréttir“ eru í raun neikvæðar fréttir sem teljast „jafnaðar“ eftir að Strætó hefur komið fram með sín sjónarmið og útskýrt sína hlið.
Flestar fréttir um Strætó, eða meira en helmingur, eru hlutlausar en næst á eftir koma jákvæðar fréttir sem er jákvæð þróun frá síðasta ári. Fæstar fréttir voru jafnaðar en neikvæðar næst fæstar. Flestu neikvæðu og jákvæðu fréttirnar birtust í febrúar. Enn birtast flestar neikvæðar fréttir um Strætó í dagblöðum miðað við aðra miðla.
Tengingar netfrétta við samfélagsmiðla sýnir hversu oft er líkað við fréttir á netmiðlum, athugasemd skrifuð við þær eða þeim deilt á samskiptasíðunni Facebook. Hér er ekki átt við Facebook færslur sen notendur skrifa sjálfir um Strætó eða sem Strætó deilir á sinni síðu.
Heildartengingar við Facebook voru 46.870 á árinu 2023 og voru flestar tengingar við frétt um fargjaldaálag sem Strætó hyggst leggja á þá farþega sem ekki greiða rétt fargjald um borð í strætó.
Fréttaskorið er sjálfvirk greining á mikilvægi frétta. Tilgangur skorsins er að gefa raunsæja mynd af því hversu mikið vægi hver tiltekin frétt hefur.
Fréttaskorið sýnir meðal annars að hve miklu leyti fréttin fjallaði sannarlega um viðkomandi efni og greinir hversu mikla athygli fréttin hlaut. Fréttaskorið er metið á bilinu 1-5 þar sem 1 er mjög lítið vægi og 5 er mjög mikið vægi.